Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. ágúst 2017 17:25
Ármann Örn Guðbjörnsson
Byrjunarlið Víkings Ó. og Blika: Þorsteinn og Sveinn Aron byrja
Þorsteinn er kominn aftur á sinn stað í byrjunarliðinu
Þorsteinn er kominn aftur á sinn stað í byrjunarliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron fær tækifæri í byrjunarliði Bliki.
Sveinn Aron fær tækifæri í byrjunarliði Bliki.
Mynd: Blikar.is
Víkingar hafa verið á ágætis siglingu undanfarnar vikur og hafa unnið 5 af síðustu 8 leikjum sínum á meðan að Blikar hafa einungis unnið 2 af síðustu 9 leikjum sínum í deildinni.

Víkingar sitja í 7 sætinu með 19 stig og Kópavogsdrengirnir hans Milos eru í 9 sætinu með stigi minna en Ólsarar. Blikar unnu fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli með tveimur mörkum gegn einu en í síðustu umferð sigraði Víkingur sterkann sigur á ÍBV í Eyjum á meðan Blikar töpuðu heima fyrir hinu Víkingsliðinu frá Reykjavík.

Gunnleifur Gunnleifsson sem nýlega skrifaði undir nýjan samning við Blika byrjar að sjálfsögðu hjá sínu liði en annar á svipuðum aldri er á bekknum hjá Víkingum. Það er maður sem allir ættu að þekkja sem fylgjast með íslenskum fótbolta, Einar Hjörleifsson.

Sveinn Aron Guðjohnsen er í byrjunarliði Breiðabliks.

Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn aftur í byrjunarliðið hjá Víkingum eftir að hafa verið undanfarna leiki á bekknum vegna smávægilegra meiðsla.

Bein textalýsing

Byrjunarlið Víkings Ó:
30. Cristian Martínez (m)  
3. Nacho Heras  
5. Eivinas Zagurskas  
7. Tomasz Luba  
8. Gabrielius Zagurskas  
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson (f)  
10. Þorsteinn Már Ragnarsson  
13. Emir Dokara  
18. Alfreð Már Hjaltalín  
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson  
24. Kenan Turudija 

Byrjunarlið Breiðabliks: 
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)  
4. Damir Muminovic  
5. Elfar Freyr Helgason  
6. Willum Þór Willumsson  
10. Martin Lund Pedersen  
11. Gísli Eyjólfsson  
15. Davíð Kristján Ólafsson  
17. Sveinn Aron Guðjohnsen  
19. Aron Bjarnason  
20. Dino Dolmagic  
30. Andri Rafn Yeoman 

Athugasemdir
banner
banner
banner