Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. ágúst 2017 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Conte: Stamford Bridge er eins og heimilið mitt
Mynd: Getty Images
Antonio Conte segist vilja vera hjá Chelsea í mörg ár og vill stjórna liðinu á nýjum velli.

Chelsea stefna að því að hafa 60 þúsund sæti á nýja vellinum en Conte er spenntur fyrir því að stjórna liðinu á nýjum velli.

„Þetta gæti verið frábær áskorun fyrir mig og líka fyrir félagði, standa saman og spila þessu liði á nýjum velli."

„Þegar þú hefur störf hjá nýju félagi, þá vonast maður til að vera hjá félaginu í mörg ár. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá verð ég að segja að nýji völlurinn mun vera frábær en ég elska Stamford Bridge."

„Stamford Bridge er eins og heimilið mitt," sagði Conte

Chelsea á leik við Tottenham í dag á Wembley en Tottenham mun leika þar á þessu tímabili þar sem nýr völlur er í byggingu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner