sun 20. ágúst 2017 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísrael: Óvænt tap hjá Viðari Erni í opnunarleiknum
Viðar Örn og félagar byrja tímabilið ekki vel.
Viðar Örn og félagar byrja tímabilið ekki vel.
Mynd: Heimasíða Maccabi Tel Aviv
Maccabi Tel Aviv 0 - 3 Beitar Jerusalem
0-1 Shechter ('10)
0-2 Shechter ('34)
0-3 Idan Vered ('90)

Úrvalsdeildin í Ísrael var flautuð á í kvöld. Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Maccabi Tel Aviv fengu Beitar Jerusalem í heimsókn.

Maccabi ætlar að berjast um titilinn, en ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld þá munu þeir ekki gera það.

Þeir töpuðu 3-0 á heimavelli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í uppbótartímanum gerði Idan Vered út um leikinn.

Viðar spilaði allan leikinn og komst nálægt því að skora um miðjan seinni hálfleikinn. Hann skallaði þá fram hjá eftir hornspyrnu.

Ekki byrjunin sem Maccabi var að vonast eftir, en næsti leikur liðsins er gegn Altach frá Austurríki í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner