Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. ágúst 2017 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Flóki skoraði í fyrsta leik - Björn og Aron líka á skotskónum
Kristján var ekki lengi að opna markareikinginn.
Kristján var ekki lengi að opna markareikinginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur skoraði sjálfsmark.
Hjörtur skoraði sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn hefur verið einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.
Björn hefur verið einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar spilaði 94 mínútur.
Rúnar spilaði 94 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoðum það hvað íslenskir atvinnumenn voru að gera í dag.

Bandaríkin
Dagný Brynjarsdótir spilaði fyrri hálfleikinn þegar Portland Thorns vann Houston Dash í bandarísku kvennadeildinni í leik sem fram fór í gærnótt. Portland er í öðru sæti deildarinnar.

Portland Thorns 2 - 0 Houston Dash
1-0 L. Horan
2-0 A. Henry
Rautt spjald: R. Daly, Houston Dash

Danmörk
Hjörtur Hermannsson skoraði sjálfsmark þegar Bröndby tapaði gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Björn Daníel Sverrisson var ónotaður varamaður hjá AGF í leiknum. Þá spilaði Hallgrímur Jónasson í vörn Lyngby í slæmu 3-0 tapi gegn Hobro í dag.

Hobro 3 - 0 Lyngby
1-0 Q. Antipas
2-0 P Kirkevold
3-0 P. Kirkevold

AGF 2 - 0 Bröndby
1-0 Hjörtur Hermannsson, sjálfsmark
2-0 M. Rask
Rautt spjald: Benedikt Rocker, Bröndby

Noregur
Það er alltaf Íslendingafjör í Noregi. Stærstu fréttirnar úr leikjum dagsins eru þær að Kristján Flóki Finnbogason skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Start. Hann var keyptur til Start frá FH í síðustu viku. Björn Bergmann Sigurðarson var einnig á skotskónum, en hann hefur verið einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Aron Elís Þrándarson skoraði í tapi Álasunds gegn Aron Sigurðarsyni og félögum í Tromsö. Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg í óvæntu tapi og Ingvar Jónsson og félagar í Sandefjord töpuðu 1-0 gegn Odd. Ingvar var í marki Sandefjord.

Odd 1 - 0 Sandefjord
1-0 E. Hussain
Rautt spjald: V. D. Bindia, Sandefjord

Rosenborg 0 - 1 Haugesund
0-1 Sjálfsmark

Stabæk 3 - 2 Molde
1-0 J. H. Sæter
2-0 L. Kassi
2-1 Björn Bergmann Sigurðarson
3-1 O. Omoijuanfo
3-2 F. Brustad

Tromsö 3 - 2 Álasund
1-0 G. Asen
1-1 A. Papazoglou
2-1 T. Olsen
2-2 Aron Elís Þrándarson
3-2 T. Olsen
Rautt spjald: M. Kirkeskov

Norska 1. deildin
Start 2 - 2 Tromsdalen
0-1 Sjálfsmark
1-1 S. Skalevik
1-2 S. Pedersen
2-2 Kristján Flóki Finnbogason

Svíþjóð
Það var líka nóg um að vera í Svíþjóð. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Höskuldur Gunnlaugsson spiluðu með Halmstad í 2-1 tapi gegn Djurgården. Haukur Heiðar Hauksson spilaði í þriggja manna vörn í sigri AIK gegn Östersunds. Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður og Íslendingalið Norrköping vann góðan sigur.

Djurgården 2 - 1 Halmstad
1-0 M. Eriksson, víti
1-1 G. Gudmundsson
2-1 G. Engvall

Östersunds 0 - 3 AIK
0-1 D. Sundgren
0-2 N. Stefanelli
0-3 D. Avdic
Rautt spjald: C. Edwards, Östersunds

Göteborg 1 - 1 Hacken
1-0 S. Eriksson
1-1 N. Mohammed

Sirius 0 - 1 Norrköping
0-1 S. Andersson

Sviss
Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Grasshoppers og hjálpaði liðinu að vinna St. Gallen. Rúnar spilaði 94 mínútur. Þetta var fyrsti sigur Grasshoppers í fimm leikjum á tímabilinu.

Grasshoppers 2 - 0 St. Gallen
1-0 L. Andersen
2-0 R. Munsy

Tyrkland
Theódór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn hjá Elazığspor í sigri á Eskişehirspor í tyrknesku 1. deildinni í dag. Theódór kom til Tyrklands í sumar, en lið hans er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Eskişehirspor 1 - 2 Elazığspor
1-0 H. Acar
1-1 E. Bulucu
1-2 Tom, víti
Athugasemdir
banner
banner
banner