Milos Milojevic og hans lærisveinar í Breiðablik fóru góða ferð til ólafsvíkur í kvöld þar sem þeir sóttu 3 sannfærandi stig eftir að hafa gert 3 mörk gegn Víkingum án þess að fá á sig mark. Með sigrinum lyftu Blikar sér uppfyrir Víkinga í deildinni
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 - 3 Breiðablik
"Við stjórnuðum leiknum frá upphafi og spilanlega séð þá vorum við betri allan tímann. Vissulega fengu þeir nokkur hálffæri þar sem þeir hefðu getað refsað okkur en engu síður þá opuðum við leikinn vel og uppskárum 3 stig"
Baráttan um miðja deild er mjög hörð og Blikar lyftu sér upp í 8 sæti eða upp um eitt sæti og sendu Víkinga niður í það 9. Blikar eru hins vegar einungis 3 stigum frá FH sem er í 3. sætinu
"Það fer ekkert á milli mála að þetta var svokallaður 6 stiga leikur. Þeir voru stigi fyrir ofan okkur og hin liðin að nálgast. Það er ekkert sjálfgefið að fá 3 stig hér í Ólafsvík"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir