sun 20. ágúst 2017 13:30
Stefnir Stefánsson
Morata ætlar að bæta upp fyrir vítaklúðrið á Wembley
Morata
Morata
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Chelsea, segist staðráðinn í því að núlla út vítaklúðrið sitt í samfélagsskildinum þegar hann mætir Tottenham á Wembley í dag en leikurinn um samfélagsskjöldinn fór einmitt fram á Wembley.

Morata, sem gekk til liðs við Chelsea frá Real Madrid fyrir 70 milljónir punda núna í Júlí, átti ekki góðan fyrsta leik fyrir Chelsea þegar að hann skaut vítaspyrnu sinni í vítaspyrnukeppni framhjá markinu sem varð til þess að Arsenal unnu samfélagsskjöldinn.

Hann er nú staðráðinn í að bæta upp yfir mistökin gegn grönnum þeirra í Tottenham en liðin mætast á Wembley í dag klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner