Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. ágúst 2017 11:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Nasri í viðræðum við Antalyaspor
City vill losa sig við Nasri
City vill losa sig við Nasri
Mynd: Getty Images
Samir Nasri, leikmaður Manchester City, virðist ekki eiga neina framtíð hjá félaginu en City er að reyna að losa sig við hann áður en félagaskiptaglugginn lokar núna í lok mánaðarins.

Tyrkneska liðið Antalyaspor hefur huga á að fá Frakkann í sínar raðir og munu Nasri og tyrkneska félagið hefja viðræður um hugsanleg skipti hans til Tyrklands í dag.

Nasri er einn af þeim sem City hefur viljað losað sig við í sumar en hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum hjá enska félaginu.

City vonast til að fá 12 milljónir punda fyrir þennan þrítuga Frakka en hann var á láni hjá Sevilla á síðasta tímabili.

Nokkur áhuga hefur verið á Nasri í sumar en þó aðallega hafa lið viljað fá hann á láni en City vill aðeins selja hann.

Í röðum Antalyaspor má finna leikmenn á borð við Samuel Eto'o og þá er gamall liðsfélagi Nasri hjá Arsenal, Johan Djourou, nýbúinn að semja við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner