Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. ágúst 2017 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: KA með langþráðan og mikilvægan sigur
KA gat fagnað sigri.
KA gat fagnað sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur R. 0 - 1 KA
0-1 Vedran Turkalj ('12 )
Rautt spjald: Vladimir Tufegdzic, Víkingur R. ('31)
Lestu nánar um leikinn

KA og Víkingur frá Reykjavík áttust við í hörkuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Leiknum var að ljúka nú rétt í þessu.

Leiknum var frestað um 15 mínútur þar sem rútan sem ferjaði leikmenn KA til Reykjavíkur bilaði á leiðinni. Leikmenn KA komust þó til Reykjavíkur og það var flautað til leiks kl. 18:15.

Fyrstu mínúturnar í leiknum voru rólegar, svona eins og gengur og gerist, en KA-menn skoruðu fyrsta markið. Víkingar náðu ekki að hreinsa eftir langt innkast og boltinn barst til varnarmannsins Vedran Turkalj sem skoraði með föstu skoti, 1-0 fyrir KA.

Tæpum 20 mínútum síðar dró til tíðinda. Þá fór rauða spjaldið á loft. Vladimir Tufegdzic fékk það, en það var umdeilt.

Víkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna í þessum baráttuleik, en þeim tókst það ekki. Lokatölur 1-0 fyrir KA í Fossvoginum.

Þetta var fyrsti sigur KA í rúman mánuði, en þeir eru núna komnir frekar langt frá fallsvæðinu. Víkingur er í sjötta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner