Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 20. ágúst 2017 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino eftir tap: Við vorum betri en þeir á öllum sviðum
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki ósáttur með frammistöðu sinna manna eftir tap gegn Chelsea í dag.

„Ég er vonsvikinn þar sem við áttum meira skilið út úr þessum leik, en þeir nýttu sín færi vel. Þeir áttu tvö skot á markið og skoruðu tvisvar sinnum. Við vorum miklu betra liðið á vellinum, en þegar þú nýtir ekki færin sem þú færð, þá geturðu tapað eins og við gerðum í dag," sagði Pochettino þegar hann ræddi við fréttamenn.

„Við erum búnir að taka eitt skref fram á við frá síðasta tímabili. Við vorum betri en Chelsea á öllum sviðum í dag, þeir nýttu sín færi bara betur. Ég er ekki neitt sérstaklega pirraður eða svekktur þar sem leikmennirnir mínir spiluðu mjög vel í leiknum."

„Við erum að leggja mjögt hart að okkur og það er nóg af leikjum eftir á þessu tímabili," sagði Pochettino.

Marcos Alonso skoraði annað mark Chelsea í leiknum, en sérfræðingar voru á því að Hugo Loris hefði átt að gera betur þar.

„Það er rétt," sagði Pochettino spurður út í seinna markið. „En svona er fótboltinn. Þetta snýst um liðsframmistöðuna. Við vorum óheppnir í dag, við áttum meira skilið."

Tottenham mun spila á Wembley á þessu tímabili þar sem nýr völlur liðsins er í byggingu. Mikið hefur verið talað um það fyrir tímabilið að Wembley komi til með að skemma fyrir Tottenham, en liðið tapaði sínum fyrsta leik á vellinum á þessu tímabili í dag.

„Hvað getum við gert? Hvað get ég gert? Fjölmiðlar halda þessu fram. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, þetta snýst ekki um Wembley, þetta snýst um það hvernig við stöndum okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner