Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. ágúst 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sleit krossband þegar hann fagnaði marki - Frá í sjö mánuði
Nicolai Muller.
Nicolai Muller.
Mynd: Getty Images
Sumir eru óheppnari en aðrir.

Nicolai Muller er greinilega mjög óheppinn. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri Hamburg á Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Það er ekki það sem gerir hann óheppinn. Það sem gerir hann óheppinn er það að hann sleit krossband þegar hann var að fagna marki sínu í gær. Hann tók nokkra hringi og hoppaði síðan upp í loftið. Hann meiddi sig alvarlega þegar hann lenti.

Í ljós kom eftir leikinn að hann er með slitið krossband og verður frá næstu sjö mánuðina. Gríðarlega svekkjandi fyrir hann.

Alfreð Finnbogason spilaði allan leikinn hjá Augsburg og fylgdist væntanlega með þessu gerast.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu.



Athugasemdir
banner
banner
banner