Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. ágúst 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watzke um Dembele: Grunsamleg tímasetning
Ousmane er í verkfalli.
Ousmane er í verkfalli.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hjá Borussia Dormtund kunna menn ekkert sérstaklega vel við kollega sína hjá Barcelona í augnablikinu. Ástæðan fyrir því er hinn franski Ousmane Dembele og þær aðferðir sem Katalóníustórveldið hefur notast við til að krækja í hinn tvítuga Dembele.

Dembele er í augnablikinu í banni hjá Dortmund.

Hann vill fara til Barcelona, en hann tók upp á því að hætta að mæta á æfingar hjá Dortmund. Hann lét sig hverfa og lét engan vita áður en hann hélt til Frakklands þar sem hann vinnur nú að því að fá Dortmund til að selja sig til Barcleona.

Sjá einnig:
Dembele skildi allt eftir í rusli í íbúð Klopp

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, er ekki sáttur með aðferðir Barcelona í þessu máli.

„Það eru minna en 50% líkur á því að Ousmane Dembele verði seldur," sagði Watzke við Sky Sports í Þýskalandi.

„Ousmane er ekki að gera grín að okkur, hann neitar bara að mæta í vinnuna. Þetta er ekki honum líkt og mér finnst eins og við verðum að ræða hlutverk Barcelona í þessu máli."

„Miðvikudaginn 9. ágúst hittum við forráðamenn Barcelona. Við vorum langt frá því að ná saman. Síðan daginn eftir, á fimmtudag, þá mætir hann ekki á æfingu. Mér finnst þessi tímasetning frekar grunsamleg," sagði Watzke. Hann telur að Barcelona hafi eitthvað haft með þessa ákvörðun Dembele að gera.

„Þú trúir því ekki að tvítugur strákur neiti að mæta á æfingu án þess að mögulegt nýtt lið hans (Barcelona) hafi eitthvað með það að gera. Barcelona hefur gaman af þessu."

Watzke segir að Barcelona verði að borga það sem Dortmund vill fá fyrir Dembele, annars muni ekkert gerast. Talið er að sú upphæð sem Dortmund vilji fá sé í kringum 130 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner