Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 20. september 2014 18:00
Grímur Már Þórólfsson
Barcelona gæti hvílt Messi gegn Levante
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, segir að hann sé að íhuga að hvíla Lionel Messi fyrir leik liðsins gegn Levante annað kvöld.

Messi hefur spilað hverja einustu mínútu á tímabilinu og skorað fjögur mörk.

„Að vera án Messi myndi hafa áhrif á okkur, eins og öll önnur lið. Ef hann gæti spilað hverja einustu mínútu myndi hann gera það en það er er erfitt.“

„Ég þarf að stjórna eftir bestu getu og gera það sem er best fyrir liðið. Yfir tímabilið mun ég þurfa alla mína leikmenn,“ sagði Enrique

Levante er á botninum í deildinni og hafa ekki unnið Barcelona á heimavelli síðan 1964. Þá hafa Barcelona ekki enn fengið mark á sig á tímabilinu.

Því gæti Luis Enrique freistast til þess að hvíla Lionel Messi.

Athugasemdir
banner
banner
banner