Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 20. september 2014 17:18
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Már: Væri mjög svekktur ef við gefumst upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það eru búnar að vera ein, tvær svefnlausar nætur í sumar," sagði Bjarki Már Árnason þjálfari Tindastóls eftir 4-0 tap gegn Leikni í dag en liðið var þegar fallið úr deildinni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  0 Tindastóll

,,Sumarið er samt búið að vera lærdómsríkt og ég er samt mjög ánægður með liðið mitt. við höfum lagt okkur fram og reynt að spila fótbolta og verið að gera fína hluti inn á milli."

Þó enginn hafi búist við miklu af Tindastóli byrjaði mótið vel hjá þeim og þeir voru að stríða liðum og nálægt því að vinna leiki þó enginn hafi unnist en fjögur jafntefli fengu þeir.

,,Þetta féll ekki alveg með okkur, sérstaklega framan af en ég gef kredit til minna stráka þeir eru mjög flottir í þessu. Ég vona að flestir þeirra taki baráttuna með okkur á næsta ári. Ég veit að einhverjir eru að spá í hreyfingu en vona að bróðurhlutinn haldi áfram. Þetta eru ungir strákar og hafa framtíðina fyrir sér."

Orðrómur hefur verið uppi um að Tindastóll ætli ekki að vera með lið í 2. deildinni og jafnvel fara í þá neðstu. En verða þeir með í 2. deildinni í sumar?

,,Ég ætla rétt að vona það. Ég verð ansi svekktur ef við förum í gegnum svona strembið tímabil og gefumst svo upp og förum eitthvað annað. Ég á ekki von á öðru, ég yrði mjög svekktur ef þetta er eitthvað annað en það," sagði Bjarki en verður hann sjálfur áfram með liðið?

,,Ég hef ekki hugmynd um það. Það var stefnt á að klára þetta tímabil og svo held ég að menn séu ekki farnir að spá í hinu. Þetta kemur í ljós, hvort ég hafi tíma eða hvort félagið vilji halda mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner