Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. september 2014 12:57
Jón Stefán Jónsson
Byrjunarlið Swansea og Southampton: Gylfi á sínum stað
Gylfi Sigurðsson byrjar hjá Swansea
Gylfi Sigurðsson byrjar hjá Swansea
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu í byrjunarliði Swansea sem mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni kl.14.00 í dag.

Swansea hefur ekki unnið heimaleik gegn Southampton síða árið 2008 þegar liðin mættust í Championship deildinni. Heimamenn hafa hins vegar farið vel af stað á tímabilinu og einungis tapað einum leik, gegn Chelsea á útivelli um síðustu helgi.

Gestirnir í Southampton hafa einnig farið ágætlega af stað og betur en margir áttu von á eftir miklar breytingar í sumar. Southampton er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. En liðið hefur einungis tapað einum leik, rétt eins og Swansea.

Swansea: Fabianski, Taylor, Williams, Rangel, Fernandez, Ki, Shelvey, Dyer, Routledge, Gylfi, Bony.

Southampton: Forster, Clyne, Fonte, Aldersweireld, Bertrand, Schneiderlin, Long, Davis, Tadic, Cork, Pelle.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner