lau 20. september 2014 18:32
Grímur Már Þórólfsson
England: West Ham sigraði Liverpool
Winston Reid fagnar marki sínu í dag
Winston Reid fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
West Ham 3-1 Liverpool
1-0 Reid (´2)
2-0 Sakho (´7)
2-1 Sterling (´26)
3-1 Amalfitano (´88)

Leikur West Ham og Liverpool á Upton Park var að klárast rétt í þessu. Endaði leikurinn með fræknum 3-1 sigri heimamanna.

Þeir voru ekki lengi að komast yfir. Eftir einungis 90 sekúndur fengu hamrarnir aukaspyrnu. Stewart Downing spyrnti boltanum á fjær og þar var það James Tomkins sem skallaði boltann fyrir markið, beint á Winston Reid sem kom hömrunum yfir.

Á 7. mínútu bættu þeir svo við öðru marki en þar var að verki Diafra Sakho. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 26. mínútu með marki Raheem Sterling.

Þar við sat í hálfleik. Í síðari hálfleik sóttu Liverpool að marki West Ham en gengu erfiðlega með að skapa sér færi.

Það var svo á 88. mínútu sem varamaðurinn Roman Amalfitano tryggði West Ham 3-1. Mamadou Sakho átti slæma sendingu beint á Stewart Downing sem lagði hann til vinstri á Amalfitnao sem kláraði færið vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner