„Það var allavega sótt og það mikið,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA strax eftir leik. „Þetta var svolítið box-to-box langtímum saman en mér fannst við fá nægilega góð færi til að klára þennan leik. Ég er sérstaklega óánægður með þetta víti sem KA fengu, mér fannst markmaðurinn okkar taka boltann.“
Lestu um leikinn: KA 2 - 2 ÍA
Er erfitt að ná upp stemmingu innan liðsins fyrir svona leik
„Við vorum allavega staðráðnir í því að koma til baka eftir hörmungina síðustu helgi þar sem við gerðum all svakalega í brækurnar. Dýrt tap á heimavelli á móti Haukum þar sem við hefðum getað komist á toppinn með sigri.“
Er undirbúningur hafinn fyrir efstu deild á næsta ári?
„Já, við erum farin að skoða málin. Það þarf að huga að ýmsu og það eðlilega, þetta er stórt stökk.“
Nánar er rætt við Gunnlaug í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir