Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. september 2014 21:00
Grímur Már Þórólfsson
Ítalía: Tevez tryggði Juventus sigur
Svona fagnaði Tevez í kvöld
Svona fagnaði Tevez í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru í ítölsku Seria A í dag.

Fyrsti leikur dagsins var leikur Cesena og Empoli. Hörður Björgvin Magnússon spilar með Cesena en hann var þó ekki í leikmannahóp liðsins í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Síðari leikurinn var svo stórslagur milli AC Milan og Juventus á San Siro. Philippo Inzaghi þjálfari AC Milan spilaði auðvitað lengi með Juventus.

Einungis eitt mark var skorað en það gerði Carlos Tevez eftir stungusendingu frá Paul Pogba á 71. mínútu. Juventus er núna með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Cesena 2 - 2 Empoli
1-0 Guido Marilungo ('30 )
2-0 Gregoire Defrel ('32 )
2-1 Francesco Tavano ('55 , víti)
2-2 Daniele Rugani ('72 )

Milan 0 - 1 Juventus
0-1 Carlos Tevez ('71 )




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner