Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. september 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið í stórleik Man City og Chelsea
Leikurinn er 15:00 á morgun sunnudag
Líkleg byrjunarlið.
Líkleg byrjunarlið.
Mynd: Guardian
Frank Lampard gæti komið við sögu fyrir Manchester City sem mætir Chelsea í stórleik í enska boltanum á morgun sunnudag klukkan 15. Lampard á 648 leiki að baki fyrir Chelsea og er lifandi goðsögn hjá félaginu.

Hér til hliðar má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian. Stevan Jovetic og Fernando eru á meiðslalista City en Pablo Zabaleta er klár í slaginn.

Diego Costa verður í byrjunarliði Chelsea þrátt fyrir þörf á að vera notaður sparlega vegna meiðsla aftan í læri. Að öðru leyti eru engar meiðslaáhyggjur hjá Jose Mourinho.

Chelsea er á toppi deildarinnar en frammistaða meistaraliðsins City hefur verið misjöfn og liðið er fimm stigum frá Mourinho og lærisveinum,

„Við verðum að vinna þennan leik á heimavelli okkar og hefja titilvörnina fyrir alvöru. Ef við vinnum verðum við tveimur stigum frá toppnum sem ég tel góða byrjun eftir að hafa leikið við Liverpool, Arsenal og Chelsea," segir Manuel Pellegrini, stjóri City.

Chelsea vann báða leikina gegn City á síðasta tímabili (eina liðið til að afreka það) og ef sigur vinnst á morgun verður átta stiga munur á liðunum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner