Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. september 2014 21:30
Grímur Már Þórólfsson
Rafael: Vil vera hér að eilífu
Tvíburarnir Fabio og Rafael
Tvíburarnir Fabio og Rafael
Mynd: Getty Images
Rafael da Silva, hinn brasilíski hægri bakvörður Manchester United segist vilja vera hjá félaginu að eilífu.

Hann spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í 4-0 sigrinum á QPR síðustu helgi en hann hefur verið hluti af leikmannahópi Man Utd síðan 2008.

Rafael sá félaga sína í vörninni þá, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic og Patrice Evra alla fara frá félaginu í sumar en hann ætlar sér þó að vera lengur hjá félaginu.

,,Ég er glaður en ég er sorgmæddur líka því fullt af vinum mínum fóru frá félaginu."

,,Ég vil halda áfram og vera hér að eilífu, ef það er hægt. Það fer eftir því hvort ég spili vel, sem ég verð að gera. Ég vil bara vera hér."

,,Þegar ég kom hingað fyrst, þá voru fullt af leikmönnum sem hjálpuðu mér eins og Ryan Giggs, Paul Scholes og Gary Neville, sá síðastnefndi hjálpaði mér mikið því að hann var einn besti hægri bakvörðurinn í heiminum þá."

,,Ég vil gera það sama þegar ungir leikmenn koma inn. Stundum er erfitt fyrir þá og þá er það mitt hlutverk að hjálpa þeim."

,,Ég hef góð tengsl við stuðningsmennina þar sem þeir eru svo ástríðufullir. Þeir eru einfaldlega frábærir í öllum leikjum, jafnvel þó að við töpum, þá eru þeir samt syngjandi og hætta ekki."

,,Það lætur þig verða tilfinningaþrunginn. Ég elska þessa stuðningsmenn, " sagði Rafael.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner