Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. september 2014 19:30
Grímur Már Þórólfsson
Rodgers: Gæðin voru ekki til staðar í dag
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, var skiljanlega ekki sáttur við frammistöðu liðsins gegn West Ham í dag en liðið tapaði 3-1

„Við erum lið sem er þekkt fyrir að spila með miklu flæði, af einhverjum ástæðum gekk það ekki í dag.“

„Það má þó ekkert taka af West Ham, þeir pressuðu boltann vel og við áttum erfitt með að spila okkur frá því.“

„Við komumst aftur inn í leikinn í stöðunni 2-1 og eftir það höfðum við ágætis stjórn á leiknum, allavega fram að þriðja markinu. Spilamennskan var þó aldrei í þeim gæðum sem ég býst við.“

„Við getum ekki kennt leiknum í meistaradeildinni í vikunni um. Það er eitthvað sem við verðum að venjast og við eigum mun fleiri leiki eftir í meistaradeildinni.“

„Hópurinn hefur vaxið mikið og væntingarnar varðandi spilamennsku liðsins hafa aukist, en við verðum að geta staðið undir þeim en eins og er, erum við ekki að því,“ sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner