Arnar Grétarsson var að vonum ánægður með 2-1 sigur sinna manna á FH á heimavelli í kvöld. Með sigrinum gulltryggði Breiðablik Evrópsuætið og er nú fimm stigum á eftir FH í 2. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 FH
„Að vinna FH er alltaf góður dagur. Á sama tíma að tryggja Evrópusætið sem var raunverulega markmiðið í byrjun móts og við erum komnir í góða stöðu með annað sætið. Þetta er virkilega vel gert, við erum með fjögurra stiga forskot á næsta lið. Næsta markmið er að taka þrjú stig í næsta leik þá erum við öruggir með annað sætið," sagði Arnar sem segir það vera langsóttur draumur að liðið vinni deildina.
„Síðan verðum við að sjá hvað gerist með Hafnfirðingana. Ég á ekki von á því að þeir fari að klúðra sínum málum. Þeir eru alltof gott lið til þess. En meðan það er möguleiki þá höldum við áfram og það má alltaf láta sig dreyma."
Viðtalið í heild sinni er hægt að horfa á í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir