Atli Sigurjónsson hjálpaði Breiðabliki að halda titilvonum sínum á lífi þegar liðið vann 2-1 sigur gegn FH í Pepsi-deildinni í dag.
Allt benti til þess að FH væri að fara að tryggja sér meistaratitilinn áður en Atli lagði upp tvö mörk sem tryggðu Blikum stigin þrjú.
Allt benti til þess að FH væri að fara að tryggja sér meistaratitilinn áður en Atli lagði upp tvö mörk sem tryggðu Blikum stigin þrjú.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 FH
„Við erum búnir að tryggja okkur Evrópusæti held ég og höldum líka lífi í baráttunni um 1. sætið, sem er bara gott," sagði Atli, en Blikar fóru í raun ekki í gang fyrr en FH skoraði.
„Mér fannst það bara kveikja í okkur, við byrjum leikinn almennilega þá. Það fór allt upp á hærra plan. FH fannst mér vera að spila mjög vel og halda boltanum vel innan liðsins og við dettum aftar og komumst ekki í takt við leikinn, en þegar þeir skora detta þeir aftur og við keyrum á þá."
Atli segir að Blikar stefni á að sigra síðustu leikina og sjá einfaldlega hvað gerist. Hann segir fyrst og fremst mikilvægt að FH hafi ekki fengið að fagna titlinum á Kópavogsvelli.
„Með það í huga að vinna leikina þannig að FH þurfi að vinna sitt. Við treystum á að þeir misstígi sig. Það kom ekki til greina að þeir væru að fara að halda einhverja hátíð hérna og fagna titlinum. Þú vilt ekki að liðið sem þú ert búinn að vera í baráttunni við allt mótið klári þetta á þínum heimavelli. Það er ekki gaman," sagði Atli.
Athugasemdir