Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
banner
   sun 20. september 2015 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Gummi Steinars rýnir í Pepsi-deildina
Þetta hefur verið vonbrigðatímabil hjá Fylki.
Þetta hefur verið vonbrigðatímabil hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
20. umferð Pepsi-deildarinnar fer fram í dag. FH-ingar geta með stigi gegn Breiðabliki tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Pepsi-deildina, fór yfir umferðinar í gær með Tómasi Þór Þórðarsyni og Elvari Geir Magnússyni.

Upptöku af yfirferðinni má heyra í spilaranum hér að ofan.

16:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
Ef KR-ingar misstíga sig geta Valsmenn sett KR-inga einu sæti neðar. Það færi illa í KR-inga ef það myndi gerast. Ólafur Jóhannesson hefur náð að finna stöðugleikann og á hrós skilið fyrir það. Ef Valsmenn mæta jafn værukærir og þeir gerðu í fyrri hálfleik gegn Keflavík í fyrri hálfleik gætu Eyjamenn gengið á lagið eins og þeir hafa áður gert.

16:00 Fjölnir-Víkingur R. (Fjölnisvöllur)
Ef Fjölnir heldur áfram að safna stigum gæti liðið hugsanlega náð Evrópusæti ef einhver lið fyrir ofan misstíga sig. Víkingarnir eru að spila upp á að geta stimplað sig algjörlega úr öllu fallbaráttutali.

Ef Víkingar ná í þessi stig sem eftir eru gæti stjórnin réttlætt þessa ákvörðun sína að láta Óla Þórðar fara og láta Milos taka alfarið við. Þeir gætu gengið teinréttir um borgina og sagt að þetta hafi verið rétt ákvörðun.

16:00 Fylkir-Leiknir R. (Fylkisvöllur)
Það virðist ekkert að gerast hjá Fylki. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) hefur örugglega ekki náð því sem ætlast var af honum eftir að hann tók við. Ég held að leikmennirnir séu bara að bíða eftir að þetta mót klárist svo þeir geti farið í smá frí. Þetta hefur bara verið vonbrigðatímabil út í eitt hjá Fylki.

Ég held að ef Leiknir tekur ekki þrjú stig þá sé þetta búið hjá þeim. Þá er þetta orðið of þægilegt fyrir hin liðin. Mennirnir sem Leiknir fékk fyrir tímabilið þurfa að draga vagninn og sýna hvað þarf til að vinna leiki.

16:00 KR-Stjarnan (Alvogenvöllurinn)
Stjarnan er með hæfileikaríkt lið og með flotta leikmenn sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í sumar. Nú þegar ekkert er undir fara þeir kannski að skína og hæfileikarnir koma í ljós. Það kæmi mér ekki á óvart ef Stjarnan myndi bara taka þessa leiki sem liðið á eftir.

Ég hef mjög litla trú á svona skiptakerfi eins og KR er að nota, að menn séu að spila annan hvern leik og út úr stöðum. Ég held að þetta hafi snúist við hjá KR og fleiri í leikmannahópnum séu ósáttir en sáttir.

16:00 Keflavík-ÍA (Nettóvöllurinn)
Það er fyrst og fremst fyrir Keflavík og reyna að kveðja deildina með stæl. Þeir verða að forðast stimpilinn að vera eitt slakasta lið sem hefur fallið stigalega séð. Ég tel að það sé lykillinn hjá þeim.

Skagamenn hafa verið liða duglegust að vinna liðin í kringum sig og það er mögulega að skila þeim áframhaldandi sæti í deildinni. Sá leikmaður sem hefur sýnt mest hjá ÍA er Árni markvörður sem hefur verið flottur, það má segja að hann sé Neuer okkar Íslendinga og er hátt uppi á vellinum.

16:30 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
Það kæmi mér ekki á óvart að Blikar myndu setja allt í þennan leik til að ganga frá borði þannig að þeir gerðu sitt til að stöðva FH-inga. Tímabilið hjá Blikum hefur á heildina verið mjög gott og Arnar hefur eitthvað til að byggja. FH er besta lið landsins. Það er enginn einn í FH sem hefur verið áberandi bestur, liðsheildin hefur búið til þennan titil fyrir FH-inga.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner