Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. september 2016 18:39
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Mjög nálægt áhorfendametinu - Féll ekki
Nálægt... en dugði ekki.
Nálægt... en dugði ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
6.468 áhorfendur eru á kvennalandsleik Íslands og Skotlands en lítið er eftir af leiknum.

KSÍ stefndi á að slá áhorfendametið á kvennalandsleik en það gekk ekki. Hoppukastalar og skemmtiatriði frá Páli Óskari dugðu ekki til.

Áhorfendametið hjá kvennalandsliðinu er 6.647 áhorfendur á leik gegn Úkraínu í umspili um sæti á EM. Það munar því aðeins tæplega 200 manns!

Leiktíminn var ekki að hjálpa til við að ná metinu en leikurinn hófst klukkan 17 á virkum vinnudegi þar sem leikurinn þurfti að fara fram á samræmdum leiktíma sem UEFA ákvað.

Það stefnir í að Ísland tapi sínum fyrsta leik í undankeppni EM en staðan er 1-2. Íslenska liðið hefur átt slakan dag.

Jóhann Ingi Hafþórsson, fréttamaður okkar, stýrir beinni textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner