Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 12:45
Elvar Geir Magnússon
Allir leikmenn sem Klopp hefur keypt til Liverpool dæmdir
Sadio Mane hefur reynst frábær kaup.
Sadio Mane hefur reynst frábær kaup.
Mynd: Getty Images
Hinn umdeildi Ragnar Klavan.
Hinn umdeildi Ragnar Klavan.
Mynd: Getty Images
Spjót beinast að Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool eftir ósannfærandi byrjun á ensku úrvalsdeildinni og tap gegn Leicester í deildabikarnum. Eru slök leikmannakaup ástæðan fyrir vandamálum liðsins? The Telegraph ákvað að dæma alla leikmenn sem Þjóðverjinn hefur fengið til sín á Anfield.

Marko Grujic 6/10
Fyrsti leikmaðurinn sem Klopp fékk hefur staðið sig vel þegar hann er notaður. Meiðsli hömluðu honum á fyrsta tímabili en hann er nú að reyna að brjóta sér leið inn í liðið.

Sadio Mane 9/10
Ein bestu kaup Liverpool á síðasta áratug. Með hann er Liverpool stórhættulegt en án hans dettur liðið úr bikarkeppnum og nær ekki að vinna fjóra leiki í röð.

Joel Matip 7/10
Kom á frjálsri sölu. Er hluti af ótraustri vörn en hefur staðið sig nokkuð vel persónulega. Mun græða á því ef hann fær betri leikmann við hlið sér.

Loris Karius 6/10
Keyptur til að vera aðalmarkvörður Liverpool en byrjaði mjög illa. Hefur litið betur út að undanförnu og margir sem telja að hann verði á endanum markvörður númer eitt.

Ragnar Klavan 6/10
Fenginn til að vera varaskeifa en hefur spilað marga byrjunarliðsleiki vegna vandræða Dejan Lovren. Hann er allavega skref upp á við frá Martin Skrtel.

Alex Manninger 5/10
Fenginn til að vera þriðji markvörður í eitt tímabil. Spilaði ekkert fyrir utan undirbúningsleiki.

Georginio Wijnaldum 7/10
Leikmaður sem blómstrar í stórleikjum. Þarf að gera meira gegn lakari andstæðingum en er í miklum metum hjá stuðningsmönnum.

Dominic Solanke 7/10
Leikmaður sem gæti orðið gríðarlega öflugur. Líklega snjöll kaup.

Mohamed Salah 8/10
Hefur skorað í öllum byrjunarliðsleikjum á Anfield til þessa.

Andrew Robertson 7/10
Bara tímaspursmál hvenær hann verður fyrsti kostur í vinstri bakvörðinn.

Alex Oxlade-Chamberlain 6/10
Aðeins byrjað einn leik og of snemmt að meta hvernig honum mun vegna. Þarf að aðlagast leikstíl Liverpool en hann kemur til félagsins með frekar lítið sjálfstraust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner