Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 20. umferð: Vona að Milos láti mig vita hvað það er
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Algeng sjón í sumar.  Andri fagnar marki.
Algeng sjón í sumar. Andri fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Mynd: Raggi Óla
„Þetta voru frekar erfiðar aðstæður en við erum vanir þessu og höfðum kannski smá forskot þar," sagði Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

Andri er leikmaður 20. umferðar í Pepsi-deildinni á Fótbolta.net eftir tvö mörk í 4-3 sigri á Breiðabliki á sunnudag. Andri skoraði meðal annars með skoti úr aukaspyrnu af löngu færi.

„Ég er búinn að æfa þetta í allt sumar. Ég fékk leyfi frá strákunum til að skjóta. Þetta fyrsta markið úr aukaspyrnu í sumar og það er fínt að sýna að maður getur skorað mismunandi mörk."

Andri Rúnar er kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni í sumar en hann þarf eitt mark til viðbótar til að jafna markametið í efstu deild. Grindavík á eftir leiki gegn KA og Fjölni í lokaumferðunum.

„Þetta er ágætis séns. Ef ég held áfram að spila minn leik þá gæti þetta alveg dottið," sagði Andri.

Fólk hefur mikið rætt um mögulegt markamet Andra í sumar en hvenær fór hann sjálfur að hugsa að það væri raunhæft að ná metinu?

„Það eru svona 3-4 vikur síðan að ég fór aðeins að spá í þessu. Ég reyni samt ennþá að spá sem minnst í því. Það hefur gengið vel að gera það þannig hingað til."

Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, vakti athygli í viðtali eftir leik þegar hann talaði um að það væri „mjög einfalt að passa upp á Andra."

„Hann þarf að heyra í mér og segja mér hvernig það er. Ég væri til í að heyra hvað það er sem hann er að tala um. Ég vona að hann láti mig vita þannig að ég geti breytt því ef það er mjög auðvelt," sagði Andri.

Milos þjálfaði Andra hjá Víkingi R. í fyrra og hitteðfyrra. „Hann þekkir mig ekki í þessu standi sem ég er í núna. Ég er í töluvert betra standi og sjálfstraustið kemur með því," sagði Andri.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar. Andri Rúnar ætlar að fagna með því að fá sér Caliente en það er uppáhalds pizza hans á Domino's.

Sjá einnig:
Leikmaður 19. umferðar - Shahab Zahedi Tabar (ÍBV)
Leikmaður 18. umferðar - Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Leikmaður 17. umferðar - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Leikmaður 16. umferðar - Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Leikmaður 15. umferðar - Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Leikmaður 14. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Andre Bjerregaard (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 10. umferðar - Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner