Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Björgvin hættur með Ægi
Björgvin Freyr Vilhjálmsson (til hægri) í leik gegn Þór í Borgunarbikarnum í vor.  Ægir sló Þór óvænt út eftir vítaspyrnukeppni.
Björgvin Freyr Vilhjálmsson (til hægri) í leik gegn Þór í Borgunarbikarnum í vor. Ægir sló Þór óvænt út eftir vítaspyrnukeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leik hjá Ægi í sumar.
Úr leik hjá Ægi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Björgvin Freyr Vilhjálmsson verður ekki áfram þjálfari Ægis í Þorlákshöfn. Björgvin tók við Ægi síðastliðinn vetur og stýrði liðinu í 3. deildinni í sumar.

„Ég er stoltur af því starfi sem ég vann hjá Ægi síðastliðið tímabil enn því miður náðum við ekki saman um áframhaldandi samstarf og var því ákveðið á fundi í vikunni að slíta samstarfinu," sagði Björgvin við Fótbolta.net í dag.

„Ég vil þakka Ægi fyrir það tækifæri sem þeir gáfu mér og óska ég þeim góðs gengis."

Ægismenn endaði í 7. sæti í 3. deildinni með 21 stig eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir mót í spá þjálfara.

„Þetta var erfitt og krefjandi verkefni í sumar þar sem hópurinn samanstóð af sex strákum þegar ég tók við í október og aðeins tveir þeirra spiluðu síðasta leikinn á móti KF síðastliðinn laugardag."

„Við styrktum liðið á síðustu metrunum fyrir mót sem dugði ekki til og var byrjunin á mótinu og fyrri umferðin ekki nógu góð hjá okkur og því enduðum við neðar enn okkur var spáð og við gerðum okkur vonir um. Í lokaleiknum á Ólafsfirði vorum við aðeins með tvo varamenn sem endaði með því að ég sjálfur spilaði tíu mínútur í þeim leik. Ég spilaði síðasta mótsleik minn með Víking sumarið 2005."


Björgvin stýrði Þrótti Vogum síðari hlutann í 3. deildinni í fyrra og hann ætlar sér að halda áfram í þjálfun.

„Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram í þjálfun og vonast til að fá tækifæri til þess á nýjum vettvangi. Mér hefur verið boðið af aðalþjálfara FC Midtjylland í Danmörku að koma og fylgjast með æfingum og undirbúningi fyrir leiki hjá aðalliði félagsins í tvær vikur núna í október og ég ætla að nýta mér það," sagði Björgvin.
Athugasemdir
banner
banner