Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Böddi löpp græddi á mörkunum í Portúgal
Böddi löpp.
Böddi löpp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson, Böddi löpp, er ekki þekktur markaskorari en hann skoraði tvívegis gegn Braga í Evrópudeildinni í síðasta mánuði.

Í 81 deildar og bikarleik á Íslandi hefur Böðvar skorað eitt mark. Vinstri bakvörðurinn lét hins vegar til sín taka í leiknum í Portúgal. Hann skoraði þá tvívegis í kjölfarið á föstum leikatriðum.

Böðvar græddi vel á mörkunum því búið var að heita á hann ef hann myndi skora.

„Á æfingunni fyrir leik var Heimir (Guðjónsson) að stilla upp kerfunum og það var verið að æfa hornspyrnur. Böddi fékk að fara inn í en hann fær eiginlega aldrei að fara inn í. Hann fékk að fara inn í þarna og skoraði svakalegt skallamark," sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, í viðtali í Sparkvarpinu á Kjarnanum.

„Axel Guðmunds, fjölmiðlafulltrúi og verkefnastjóri hjá okkur, sagði við Bödda að hann myndi borga honum tíu þúsund kall ef hann myndi skora á morgun. Haukur Heiðar (Hauksson), læknir, setti líka tíu þúsund kall á hann og Gaui (Guðjón Örn Ingólfsson) styrktarþjálfari líka."

„Þarna var hann kominn með 30 þúsund kall. Hann skoraði tvö mörk og fékk 60 þúsund kall í hús, drullusáttur. Ég veit ekki hvernig Bödda er búið að ganga að innheimta þetta en ég vona að menn standi við orð sín,"
sagði Birgir.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Birgi í Sparkvarpinu

Hér að neðan má sjá mörkin í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner