Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Chelsea aftur í félagaskiptabann?
Mynd: Getty Images
FIFA er að rannsaka í þriðja skipti á átta árum hvort Chelsea hafi brotið reglur varðandi unga leikmenn.

Chelsea er sakað um að hafa samið ólöglega við erlenda leikmenn 18 ára og yngri.

„Við getum staðfest að rannsókn er í gangi," sagði FIFA í dag.

Árið 2009 var Chelsea dæmt í félagaskiptabann vegna brots á félagaskiptareglum þegar Gael Kakuta kom til félagsins frá Lens árið 2007.

Þá var einnig rannsakað árið 2011 hvort Chelsea hefði fengið Bertrand Traore á ólöglegan hátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner