Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deildabikarinn: Chelsea, Arsenal og Everton áfram
Batshuayi henti í þrennu í kvöld.
Batshuayi henti í þrennu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það var lítið um óvænt úrslit í leikjunum þremur sem voru að klárast í enska deildabikarnum, Carabao Cup, núna rétt í þessu.

Stóru liðin hvíldu lykilmenn, en það kom ekki að sök í þessum leikjum.

Michy Batshuayi fékk tækifæri með Chelsea í kvöld og hann henti í þrennu í 5-1 sigri á Nottingham Forest. Charly Musonda skoraði einnig og sömuleiðis Brasilíumaðurinn Kenedy.

Gylfi Sigurðsson var allan tímann á bekknum hjá Everton, sem vann 3-0 sigur á Sunderland, en hinn efnilegi Dominic Calvert-Lewin skoraði tvö mörk fyrir Everton í leiknum.

Að lokum lagði Arsenal síðan Doncaster að velli. Eitt mark nægði Arsenal í leiknum, en það gerði Theo Walcott.

Úrslit og markaskorarar eru hér að neðan.

Everton 3 - 0 Sunderland
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('39 )
2-0 Dominic Calvert-Lewin ('51 )
3-0 Oumaar Niasse ('82 )

Arsenal 1 - 0 Doncaster Rovers
1-0 Theo Walcott ('25 )

Chelsea 5 - 1 Nott. Forest
1-0 Kenedy ('13 )
2-0 Michy Batshuayi ('19 )
3-0 Charly Musonda ('40 )
4-0 Michy Batshuayi ('53 )
5-0 Michy Batshuayi ('85 )
5-1 Tendayi Darikwa ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner