Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti PSG: Fjölmiðlar sem eru að skapa vandamál
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir að engin illindi séu á milli Edinson Cavani og Neymar.

Atvik sem átti sér stað í leik PSG og Lyon um helgina hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli, en þá rifust Neymar og Cavani um hvor ætti að taka vítasprnu. Neymar vildi fá að taka vítaspyrnuna, en það var Cavani sem tók hana á endanum.

L'Equipe sagði frá því eftir leikinn að það hefði þurft að stíga inn í hjá þeim í búningsklefanum eftir leik þar sem rifrildið hélt áfram. Spænskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Neymar hefði gengið svo langt að biðja PSG um að selja Cavani.

Nú hefur Al-Khelaifi tjáð sig um málið, en hann segir það ekki rétt að Cavani og Neymar séu óvinir. Hann er ósáttur með fjölmiðla.

„Það er ekkert í gangi," sagði hann við RMC. „Það eruð þið, fjölmiðlar, sem eru að skapa vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner