Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sigrar hjá Juve og AC Milan - Emil gerði sjálfsmark
Mandzukic skoraði sigurmark Juventus.
Mandzukic skoraði sigurmark Juventus.
Mynd: Getty Images
Emil varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Emil varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru níu leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Roma vann Benevento í fyrsta leik dagsins, en núna voru níu leikir að klárast.

Juventus lét sér duga að vinna Fiorentina 1-0 og AC Milan lagði nýliða Spal 2-0. Bæði mörk Milan voru skoruð af vítapunktinum.

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson skoraði sjálfsmark þegar Udinese tapaði gegn Torino, en Udinese hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. Þeir hafa tapað öllum hinum.

Eftir þessa umferð er Napoli á toppnum, en þeir unnu Lazio í Róm 4-1. Lazio er með jafnmörg stig og Juventus, en betri markatölu.

Hér að neðan eru úrslitin úr leikjunum sem voru að klárast.

Atalanta 5 - 1 Crotone
1-0 Andrea Petagna ('5 )
2-0 Mattia Caldara ('25 )
3-0 Josip Ilicic ('38 )
4-0 Alejandro Gomez ('63 )
4-1 Marco Tumminello ('70 )
5-1 Alejandro Gomez ('74 , víti)

Cagliari 0 - 1 Sassuolo
0-0 Alessandro Matri ('31 , Misnotað víti)
0-1 Alessandro Matri ('60 , víti)

Genoa 1 - 1 Chievo
1-0 Diego Laxalt ('62 )
1-1 Perparim Hetemaj ('73 )

Verona 0 - 0 Sampdoria

Juventus 1 - 0 Fiorentina
1-0 Mario Mandzukic ('52 )
Rautt spjald: Milan Badelj, Fiorentina ('67)

Lazio 1 - 4 Napoli
1-0 Stefan de Vrij ('30 )
1-1 Kalidou Koulibaly ('54 )
1-2 Jose Callejon ('56 )
1-3 Dries Mertens ('59 )
1-4 Jorginho ('90 , víti)

Milan 2 - 0 Spal
1-0 Ricardo Rodriguez ('26 , víti)
2-0 Franck Kessie ('60 , víti)

Udinese 2 - 3 Torino
0-1 Andrea Belotti ('9 )
0-2 Emil Hallfredsson ('30 , sjálfsmark)
1-2 Rodrigo De Paul ('48 , víti)
1-3 Adem Ljajic ('67 )
2-3 Kevin Lasagna ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner