Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langþráðar 90 mínútur hjá Jack Wilshere
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere var í byrjunarliði Arsenal í kvöld og lék allan leikinn í 1-0 sigri á Doncaster í enska deildabikarnum.

Wilshere átti fínan leik og lýstu stuðningsmenn Arsenal yfir ánægju sinni með hann á Twitter á meðan á leiknum stóð.

Wilshere hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár, en í kvöld fékk hann langþráðar 90 mínútur með Arsenal.

Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2014, í tæp þrjú ár, þar sem Wilshere spilar 90 mínútur fyrir Arsenal. Hann spilaði nokkrum sinnum heilan leik á síðasta tímabili þegar hann var í láni hjá Bournemouth, en í kvöld lék hann heilan leik fyrir Arsenal í fyrsta sinn í langan tíma.

Í sumar var Wilshere sagður á förum frá Arsenal, en hann ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Lundunafélaginu. Nú er bara spurning hvort hann nái að halda sér heilum yfir tímabilið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner