Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lindelöf ekki nægilega sterkur fyrir Birmingham
Lindelöf í leik með Manchester United.
Lindelöf í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gary Rowett, stjóri Derby, greindi frá því í kvöld að hann hefði getað keypt sænska varnarmanninn Victor Lindelöf til Birmingham á sínum tíma. Hann kaus samt að gera það ekki þar sem hann taldi að leikmaðurinn væri ekki nægilega sterkur líkamlega.

Lindelöf hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Hann var keyptur til Manchester United í sumar fyrir rúmar 30 milljónir punda, en hann hefur ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni hingað til.

„Við fengum nokkur símtöl vegna hans þegar ég var hjá Birmingham fyrir um þremur árum," sagði Rowett við Sky Sports, en á þessum tímapunkti var Lindelöf frekar óþekktur. Hann var ekki á meðal byrjunarliðsmanna hjá Benfica.

„Umboðsmaður hringdi og sagði að Benfica væri að reyna að losa sig við nokkra af ungu leikmönnunum sínum. Við litum á hann, ég lét nokkra í starfsliðinu sjá um það, en þeim fannst hann ekki nægilega sterkur. Svo var hann allt í einu orðaður við lið fyrir 20-30 milljónir punda, þannig að ég held að við höfum gert mistök."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner