Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane vill hringja í Ederson og biðjast afsökunar
Mynd: GettyImages
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, vill fá símanúmerið hjá Ederson, markverði Manchester City. Mane langar að hringja í Ederson og biðjast afsökunar á því sem gerðist í leik Manchester City og Liverpool á dögunum.

Mane fékk þá rautt spjald fyrir að fara með takkana í andlitið á Ederson eftir kapphlaup þeirra um boltann.

Ederson slapp með alvarleg meiðsli, en hann gat ekki klárað leikinn sem City-liðið vann 5-0.

Mane segist ekki þekkja Ederson, en hann vonast til þess að fá símanúmerið hjá honum svo hann geti rætt við hann.

„Nei, en ég birti færslu á Facebook," sagði Mane við ESPN aðspurður um það hvort hann hefði eitthvað talað við Ederson frá atvikinu. „Við þekkjum ekki hvorn annan, en ég væri til í að fá númerið hans svo ég geti beðist afsökunar."

„Ég held samt að þetta sé allt í góðu núna."

Mane segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

„Ég myndi aldrei gera þetta viljandi, þetta er hluti af fótbolta. Ég gat ekki gert neitt annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner