Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Verðum að virða styrktaraðilana
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að taka deildabikarinn alvarlega. Hann gæti þó alveg lifað án hans.

United vann Burton Albion úr Championship-deildinni í kvöld, 4-1.

„Ef keppnin er opinber keppni þá er hún mikilvæg fyrir Manchester United og fyrir mig sem stjóra," sagði Mourinho þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sigurinn í kvöld.

„Ef þú myndir spyrja mig hvort enskur fótbolti væri jafnvel betri án þess að hafa þessa keppni? Kannski, kannski væri liðin til að mynda ferskari fyrir Evrópuleiki. En við erum með þessa keppni og verðum að virða styrktaraðilana og andstæðinginn."

Manchester United heimsækir Swansea í 16-liða úrslitum deildabikarins. Smelltu hér til að sjá hinar viðureigninar í 16-liða úrslitunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner