Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Muller á að hafa neitað Liverpool - Eyðilagði fyrir Coutinho
Thomas Muller.
Thomas Muller.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt frétt þýska blaðsins Bild spilaði Thomas Muller, leikmaður Bayern München, stóra rullu í því að Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, skyldi ekki fara til Barcelona í sumar.

Coutinho vildi komast til Barcelona og bað um sölu frá Liverpool, en Liverpool vildi ekki selja hann.

Þeir höfnuðu öllum tilboðum frá Barcelona, en hlutirnir hefðu getað farið á annan veg.

Liverpool hafði nefnilega mikinn áhuga á Thomas Muller, en þetta segir Bild. Í frétt þeirra kemur fram að Liverpool hafi reynt að kaupa hinn 28 ára gamla Muller frá Bayern í sumar, en ef Muller hefði komið, þá hefði Liverpool verið opið fyrir því að selja Coutinho.

En Muller hafði lítinn áhuga á Liverpool og sagði strax nei. Þetta varð til þess að Coutinho varð áfram hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner