Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pape Souare: Ég er glaður - Gott að vera kominn aftur
Mynd: Getty Images
Það var tilfinningaþrungin stund á Selhurst Park í gær þegar varnarmaðurinn Pape Souare kom inn á sem varamaður.

Souare kom inn á sem varamaður fyrir Crystal Palace í hálfleik í 1-0 sigri á Huddersfield í enska deildabikarnum.

Þetta var fyrsti leikur Souare eftir langa fjarveru, en fyrir rúmu ári síðan lenti hann í býsna slæmum árekstri þar sem hann meðal annars kjálkabrotnaði, lærbeinsbrotnaði og þá þurfti að klippa hann út úr bifreiðinni sem hann var í.

Hann fékk frábærar móttökur þegar hann kom inn á í gær, en hann var snortinn yfir því.

„Það hafði mikil áhrif á mig. Ég geri allt til þess að gera þá ánægða," sagði Souare um móttökurnar sem hann fékk frá stuðningsmönnum Crystal Palace í gær.

„Ég er glaður. Það er gott að vera kominn aftur út á völlinn. Ég vil bara þakka stuðningsmönnunum og öllum hjá félaginu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner