Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. september 2017 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Brunakerfið fór í gang á heimavelli Halmstad
Höskuldur spilaði með Halmstad og lagði upp.
Höskuldur spilaði með Halmstad og lagði upp.
Mynd: Getty Images
Arnór Smára fékk gult spjald.
Arnór Smára fékk gult spjald.
Mynd: Getty Images
Nokkuð sérstök uppákoma átti sér stað þegar Halmstad og Kalmar áttust við í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á 83. mínútu, í stöðunni 1-1, fór brunakerfið á vellinum í gang. Það þurfti að gera hlé á leiknum og rýma þurfti völlinn. Leikurinn hélt áfram stuttu síðar og áhorfendur sneru aftur á völlinn, en talið er að brunakerfið hafi farið í gang út frá eldhúsinu á vellinum.

Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson tóku báðir þátt í leiknum, en þeir voru í byrjunarliði Halmstad. Höskuldur lagði upp markið sem Halmstad skoraði í leiknum.

Leikurinn endaði 1-1, en Halmstad er í vondum málum í 15. sæti af 16 liðum í sænsku úrvalsdeildinni.

Þetta var ekki eini leikurinn sem var að klárast. Það var Íslendingaslagur þegar Hammarby hafði betur gegn IFK Göteborg.

Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu allan leikinn fyrir Hammarby og þá kom Elías Már Ómarsson inn á sem varamaður hjá Göteborg. Hjálmar Jónsson er í þjálfaraliði Göteborg.

Árni Vilhjálmsson lék síðustu 10 mínúturnar þegar Jönköpings Södra lagði Sirius að velli, 3-1.

Halmstad 1 - 1 Kalmar
0-1 A. Diouf Papa ('19)
1-1 G. Gudmundsson ('72)
Rautt spjald: E. Nouri, Kalmar ('27)

Hammarby 2 - 1 IFK Göteborg
0-1 M. Diskerud ('54)
1-1 K. Bakircioglu ('58)
2-1 S. Svendsen ('61)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner