Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund hirti toppsætið af Bayern
Aubameyang var á skotskónum.
Aubameyang var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund endurheimti toppsætið í þýsku Bundesligunni með sigri í Hamborg í kvöld. Bayern, sem er ríkjandi meistari, komst á toppinn í gær, en þeir stoppuðu stutt þar.

Dortmund komst yfir á 24. mínútu gegn Hamburger SV með marki Shinji Kagawa og í seinni hálfleiknum bættu Pierre-Emerick Aubameyang og Christian Pulisic við mörkum.

Dortmund er núna með 13 stig og Bayern hefur 12.

Hannovar gat komist upp að hlið Dortmund, en þeim mistókst að vinna Freiburg. Frankfurt hafði betur gegn Köln, Hertha vann Bayer Leverkusen og Hoffenheim vann dramatískt gegn Mainz.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Köln 0 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Sebastien Haller ('22 , víti)

Hertha 2 - 1 Bayer
1-0 Matthew Leckie ('16 )
2-0 Salomon Kalou ('24 )
2-1 Julian Brandt ('84 )

Freiburg 1 - 1 Hannover
0-0 Florian Niederlechner ('54 , Misnotað víti)
0-1 Martin Harnik ('65 )
1-1 Nils Petersen ('83 )

Hamburger 0 - 3 Borussia D.
0-1 Shinji Kagawa ('24 )
0-2 Pierre Emerick Aubameyang ('63 )
0-3 Christian Pulisic ('79 )

Mainz 2 - 3 Hoffenheim
1-0 Danny Latza ('5 )
2-0 Yoshinori Muto ('16 )
2-1 Nadiem Amiri ('23 )
2-2 Sandro Wagner ('46 )
2-3 Marc Uth ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner