Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. október 2013 21:02
Alexander Freyr Tamimi
Markvörður Sarpsborg á leið til United?
Kjetil Haug.
Kjetil Haug.
Mynd: Vefur Sarpsborg
Norska úrvalsdeildarfélagið Sarpsborg staðfestir að tilboð hafi borist í hinn unga markvörð Kjetil Haug, sem var nýlega á reynslu hjá Manchester United.

Haug heimsótti Englandsmeistarana í síðasta mánuði, en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal, Everton og Manchester City.

,,Við fengum alvöru tilboð í Kjetil og okkur hefur verið tjáð að annað tilboð frá öðru félagi muni koma,“ sagði Björge Aaiestad, fulltrúi Sarpsborg.

,,Af virðingu við félögin viljum við ekki nefna nein nöfn eða hvort þetta sé félag sem Kjetil hefur farið á reynslu til.“

Haug hefur verið líkt við Peter Schmeichel, fyrrum markvörð United.

,,Ég ræddi mikið við Anders Lindegaard. Hann gaf mér mörg góð ráð um möguleg félagaskipti. Það var mjög áhugavert og hjálplegt,“ sagði Haug við TV2 í Noregi.

,,Við áttum líka hádegismat með nokkrum öðrum leikmönnum United og David Moyes. Moyes sat við hliðina á mér. Það var mjög gaman.“

„Það var mjög einstakt að vera á reynslu United, því ég er sjálfur aðdáandi. United kemur mjög vel til greina þegar ég ákveð framtíð mína.“


Þeir Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson eru leikmenn Sarpsborg, sem og markvörðurinn Haraldur Björnsson sem er þó á láni hjá Fredrikstad.
Athugasemdir
banner
banner