Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Eiður Aron vill vera áfram hjá Sandnes Ulf
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur lýst yfir áhuga á að vera áfram í herbúðum Sandnes Ulf þegar samningur hans þar rennur út eftir tímabilið.

Eiður Aron spilaði fyrri hluta sumars á láni hjá ÍBV áður en hann fór í Sandnes Ulf í ágúst. Þessi 24 ára gamli leikmaður er á mála hjá Örebro í Svíþjóð en Sandnes Ulf á kost á að kaupa hann eftir tímabilið.

,,Ég hef fengið að spila síðustu þrjá leiki sem miðvörður og kann vel við mig hér í Sandnes," sagði Eiður Aron við Rogalands Avis.

,,Núna þurfum við að halda lífi í vonum okkar um sæti í úrvalsdeildinni en óháð því þá vil ég gjarnan spila áfram með Ulf."

Sandnes Ulf er í botnsætinu í norsku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir en þrjú stig eru upp í sæti í umspili. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikur einnig með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner