Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 05:55
Alexander Freyr Tamimi
England í dag - United heimsækir West Brom
United heimsækir West Brom í kvöld.
United heimsækir West Brom í kvöld.
Mynd: Getty Images
Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Manchester United heimsækir West Bromwich Albion klukkan 19:00.

Manchester United er í 6. sæti deildarinnar með 11 stig, en West Brom er í 15. sætinu með átta stig. Með sigri getur Manchester United farið upp fyrir Liverpool og West Ham og í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Chris Brunt, fyrirliði WBA, ætti að vera klár í slaginn þrátt fyrir nárameiðsli sem hann hlaut í landsliðsverkefni. Victor Anichebe er tæpur.

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, er enn í leikbanni eftir rauða spjaldið gegn West Ham. Ander Herrera, Chris Smalling, Ashley Young, Phil Jones og Michael Carrick eru allir farnir að æfa aftur og einhverjir þeirra gætu spilað.

Leikur dagsins á Englandi:
19:00 West Brom - Man Utd
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner