Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. október 2014 20:51
Daníel Freyr Jónsson
England: United lenti tvisvar undir gegn WBA
Sessegnon skoraði glæsilegt mark.
Sessegnon skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini skoraði sitt fyrsta mark fyrir United.
Marouane Fellaini skoraði sitt fyrsta mark fyrir United.
Mynd: Getty Images
West Brom 2 - 2 Manchester Utd
1-0 Stephane Sessegnon ('8 )
1-1 Marouane Fellaini ('48 )
2-1 Saido Berahino ('65 )
2-2 Daley Blind ('87 )

WBA og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik áttundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

WBA komt yfir snemma leiks þökk sé þrumufleyg Stephane Sessegnon. Eftir það var United mun meira með boltann en tókst ekki að skapa sér almennilegt færi.

Marouane Fellaini kom inn fyrir Ander Herrera í hálfleik og hleypti hann lífi í spil United. Belginn jafnaði metin þremur mínútum síðar með fallegu marki. Var það hans fyrsta mark í búningi United.

Það var síðan þvert gegn gangi leiksins þegar hinn funheiti Saido Berahino slapp í gegn eftir slakan varnarleik United og kom WBA yfir á ný. United hélt hinsvegar áfram mikilli pressu á WBA og endaði það með því að hinn hollenski Daley Blind tókst að jafna metin á 87. mínútu.

United hélt sók sinni áfra allt til loka en tókst ekki að skapa sér almennilegt færi. Lokatölur urðu því 2-2 og er United í 6. sæti með 12 stig eftir leikinn.

WBA er á sama tíma með 9 stig í 14. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner