Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   mán 20. október 2014 19:47
Daníel Freyr Jónsson
Ingvar Jóns: Mesti heiðurinn að vera valinn af leikmönnum
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markvörðurinn Ingvar Jónsson var í kvöld valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla árið 2014. Kórónaði hann þar frábært sumar eftir að hafa orðið íslandsmeistari með Stjörnunni.

Ingvar er 25 ára gamall og hefur hann varið mark Stjörnunar frá árinu 2011. Hann spilaði 21 leik í sumar.

Auk þess að verða meistari í fyrsta sinn fór Stjarnan langt í forkeppni Evrópudeildarinnar áður en liðið datt út gegn ítalska stórliðinu Inter.

,,Það er náttúrulega alveg frábært að fá að taka þátt í þessu. Allt sumarið er náttúrulega búið að vera algjör draumur, allt gengið upp og spilamennskan verið frábær hjá öllu liðnu," sagði Ingvar í samtali við Fótbolta.net eftir að hafa tekið á móti viðurkenningunni.

Hafði Ingvar þegar verið valinn besti leikmaður deildarinnar af fjölmiðlum. Hann segist vera gríðarlega stoltur yfir af leikmenn deildarinnar hafi kosið sig.

,,Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur. Bæði var ég kosinn bestur í fjölmiðlum og Pepsi-mörkunum. Svo er náttúrulega mesti heiðurinn að vera kosinn af leikmönnum deildarinnar. Ég er bara gríðarlega stoltur af því."

,,Það eru ótrúlega mörg móment í sumar sem standa upp úr. En það er náttúrulega ekki hægt að tala um annað en þennan síðasta leik á móti FH. Þessi leikur hafði allt. Maður var kominn langt niður á lokamínútunum og farinn að hugsa hvað það væri svekkjandi að tapa ekki leik en vera ekki Íslandsmeistarar."

,,En við höfðum alltaf trú á þessu og héldum áfram. Þannig það er allt hægt og okkur tókst að klára þetta, sem betur fer."

Ingvar mun í næstu viku hefja æfingar með sænska liðinu Atvidaberg sem leikur í efstu deild þar í landi.

,,Ég mun skoða þessi mál í rólegheitum. Ég er núna að fara út í næstu viku til að halda mér í formi fyrir næsta landsliðsverkefni með sænskum klúbb þannig það er aldrei að vita."

,,Þeir eru með einn reynslubolta í markinu sem hefur spilað alla leiki liðsins síðan 1997. Ég held að hann sé að verða fertugur þannig þeir eru væntanlega að leita að arftaka, en maður veit aldrei."
Athugasemdir
banner
banner