Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 09:45
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Harðarson tekur við ÍBV
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Jóhannes Þór Harðarson verður næsti þjálfari ÍBV samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Jóhannes mun skrifa undir á fréttamannafundi í Eyjum klukkan 13:00 í dag en hann kom til landsins frá Noregi í gær.

Hann tekur við ÍBV af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti eftir tímabilið af fjölskylduástæðum.

Hinn 38 ára gamli Jóhannes er að hætta sem þjálfari Fløy í norsku C-deildinni en hann hefur verið erlendis frá aldamótum bæði sem leikmaður og þjálfari.

ÍBV endaði í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið lengi vel í fallbaráttu.
Athugasemdir
banner