mán 20. október 2014 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Platini lætur Ribery heyra það á ný
Ribery er ekki vinsæll hjá Platini.
Ribery er ekki vinsæll hjá Platini.
Mynd: Getty Images
Michel Platini, forseti UEFA, er enn harður á því að Franck Ribery eigi að fá leikbann ef hann neitar því að spila fyrir franska landsliðið.

Ribery greindi frá því í ágúst að hann ætlaði að leggja landsliðsskóna á hilluna af persónulegum ástæðum, en hann sagði að tími væri fyrir nýjan kafla í lífi sínu.

Platini lét samlanda sinn heyra það eftir að hann tilkynnti þessa ákvörðun sína og segir að samkvæmt reglum UEFA sé hægt að setja leikmann í þriggja leikja bann hjá félagsliði sínu ef hann neitar því að spila fyrir þjóð sína.

,,Hvað varðar Ribery, þá minntist ég bara á reglur UEFA," sagði Platini í viðtali við beIN Spots.

,,Ímyndið ykkur að ef á morgun myndu Raphael Varane, Karim Benzema og fleiri segja að þeir muni ekki mæta í landsleiki og segja að þeim væri sama um landsliðið sitt."

,,Hvað myndum við gera? Þetta er góð regla."

Athugasemdir
banner
banner
banner