Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. október 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Ray Anthony fer fra Keflavík - Íhugar að hætta
Ray Anthony Jónsson.
Ray Anthony Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ray Anthony Jónsson er á förum frá Keflavík eftir tvö ár í herbúðum félagsins. Þessi 35 ára gamli bakvörður ætlar að liggja undir feld í vetur áður en hann ákveður hvort hann muni taka slaginn áfram í boltanum eða ekki.

,,Ég er búinn að glíma við meiðsli í tvö ár og ætli maður láti þetta ekki ráðast í vetur. Ef meiðslin verða í lagi þá heldur maður áfram og tekur eitt alvöru ár áður en maður hættir," sagði Ray við Fótbolta.net í dag.

Ray spilaði sjö leiki í Pepsi-deildinni í sumar en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum. Hann er þó ekki tilbúinn að hætta strax ef að líkaminn leyfir honum að halda áfram.

,,Þegar maður er ekki búinn að fara á fótboltaæfingu í 2-3 mánuði þá langar manni rosalega á æfingu. Við sjáum hvernig meiðslin þróast."

Árið 2010 byrjaði Ray að spila með landsliðinu í Filippseyjum en móðir hans er þaðan. Ray á 31 landsleik að baki en hann hefur ekkert getað spilað með landsliðinu í eitt ár vegna meiðsla.

Ray spilaði með Grindavík í áraraðir áður en hann gekk til liðs við Keflavík í byrjun árs árið 2013.
Athugasemdir
banner