banner
   mán 20. október 2014 15:38
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Sunderland þrisvar séð 0-8 tap
Mynd: Sunderland Echo
Maðurinn á myndinni heitir Cass Farrar og er stuðningsmaður Sunderland. Hann var á vellinum á laugardag þegar liðið tapaði 8-0 fyrir Southampton.

Það ótrúlega er að þessi 69 ára fyrrum kennari hefur þrívegis séð sína menn tapa með þessari markatölu.

Hann sá West Ham skora átta mörk gegn Sunderland á Upton Park 19. október 1968 en Geoff Hurst skoraði sex mörk í umræddum leik.

Þá var hann einnig í stúkunni í Watford 25. september 1982 þegar Luther Bissett skoraði fernu í 8-0 sigri Watford gegn Sunderland.

„Við leyfðum Southampton að líta of vel út. Þetta var ákveðið áfall og það voru opnar flóðgáttir," segir Farrar sem ætlar þó að mæta ótrauður á næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner