Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. október 2014 22:30
Daníel Freyr Jónsson
Taarabt svarar fyrir sig: Redknapp stjórnar aldrei æfingum
Abel Taarabt.
Abel Taarabt.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Mynd: Getty Images
Adel Taarabt hefur fyrir löngu gefið það út að hann muni yfirgefa QPR þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Það er ljóst að það er afar stirrt sambandið á milli hans og stjórans Harry Redknapp, en sá síðarnefndi gaf það út um helgina að Taarabt væri of þungur og því ekki spilað gegn Liverpool. Gekk hann svo langt að segja að hann væri í betra formi en þessi landsliðsmaður Marokkó.

Taarabt hefur nú svarað Redknapp og segir stjórann ekki vera mikinn þjálfara. Þá segir hann að Redknapp hafi ætlað að láta sig spila gegn Liverpool um helgina.

,,Hann eyðir mestum tímanum á skrifstofunni, en þegar hann er ekki í símanum mætir hann og horfir í 5 til 10 mínútur. Hann stjórnar aldrei æfingum," sagði Taarabt við Daily Mail.

,,Það var þá þegar hann tjáði mér að ég myndi líklega spila gegn Liverpool. Ég er atvinnumaður. Þetta snýst ekki um að hefna sín, heldur verja heiður sinn."

,,Starf mitt er að skapa mörk fyrir liðið. Kannski vill hann að ég tækli meira, en ég er ekki þannig leikmaður. Ég get bara náð fyrra formi með því að spila í deildinni. Það dugir ekki að æfa bara í sex til sjö tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner